Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 16:30 Chaney Jones, konan sem tónlistarmaðurinn Kanye West er orðaður við þessa dagana, er sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonu West, Kim Kardashian. getty/MEGA Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu
Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira