Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 12:01 Andriy Shevchenko fagnar einu 48 marka sinna fyrir úkraínska landsliðið. getty/Martin Rose Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira
Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira