Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 08:00 Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í gær. AP/David Zalubowski Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira