Vaktin: Telja að Rússar muni brátt reyna að stöðva vopnasendingar til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. mars 2022 19:50 Úkraínskir hermenn á æfingu í janúar. Hermaðurinn fyrir miðju er með svokallaða NLAW-eldflaug sem hönnuð er til að granda skriðdrekum. AP/Pavlo Palamarchuk „Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar,“ sagði Gitanas Nauseda, forseti Litháen, við utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar þeir funduðu í dag um innrás Rússa í Úkraínu. „Árás á einn er árás á alla,“ var svar Antony Blinken. Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira