Rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Nikita Mazepin rekinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. mars 2022 07:00 Nikita Mazepin. Samningi Nikita Mazepin um sæti hjá Haas F1 liðinu í Formúlu 1 hefur verið rift og tekur riftunin gildi samstundis. Riftunin kemur í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Sömuleiðis hefur samningi Uralkali, aðalstyrktaraðila Haas liðsins verið rift. Uralkali er að miklu leyti í eigu föður Nikita Mazepin, Dmitry Mazepin. Haas liðið keppir undir bandarísku leyfi og er í eigu Gene Haas, sem einnig á Nascar lið sem hefur náð miklum árangri. „Haas F1 liðið hefur ákveðið að rifta samstundis samningi titil styrktaraðila síns, Uralkali og ökumannssamningi Nikita Mazepin,“ sagði í yfirlýsingu frá Gene Haas vegna málsins. „Ásamt öðrum í Formúlu 1 samfélaginu er okkur brugðið og við erum sorgmædd yfir innrásinni í Úkraínu og óskum þess að henni ljúki sem fyrst með sem friðsamlegustum hætti,“ bætti Haas við. Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) hafði tekið ákvörðun um að banna rússneskum og hvítrússneskum keppendum að nota þjóðfána sína og skyldu þeir nota hlutlausan fána FIA. Breska akstursíþróttasambandið tók stærra skref og meinaði rússneskum og hvítrússneskum keppendum þáttöku í mótum félagsins. Sem hefði komið í veg fyrir þátttöku Mazepin í breska kappakstrinum á Silverstone sem dæmi. Hér að neðan má sjá viðbrögð Nikita Mazepin á Instagram. Hann er ósáttur við ákvörðun liðsins og kveðst hafa verið reiðubúinn að gangast við kröfum FIA. View this post on Instagram A post shared by NIKITA (@nikita_mazepin) Haas liðið fjarlægði merkingar Uralkali af keppnis- og sendibílum sínum á meðan á fyrstu æfingum fyrir komandi keppnistímabil stóð í Barcelona í lok febrúar. Formúla 1 hefur nú ákveðið að ekki verði haldin kappakstur í Rússlandi um ókomna tíð. Innrás Rússa í Úkraínu Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Haas liðið keppir undir bandarísku leyfi og er í eigu Gene Haas, sem einnig á Nascar lið sem hefur náð miklum árangri. „Haas F1 liðið hefur ákveðið að rifta samstundis samningi titil styrktaraðila síns, Uralkali og ökumannssamningi Nikita Mazepin,“ sagði í yfirlýsingu frá Gene Haas vegna málsins. „Ásamt öðrum í Formúlu 1 samfélaginu er okkur brugðið og við erum sorgmædd yfir innrásinni í Úkraínu og óskum þess að henni ljúki sem fyrst með sem friðsamlegustum hætti,“ bætti Haas við. Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) hafði tekið ákvörðun um að banna rússneskum og hvítrússneskum keppendum að nota þjóðfána sína og skyldu þeir nota hlutlausan fána FIA. Breska akstursíþróttasambandið tók stærra skref og meinaði rússneskum og hvítrússneskum keppendum þáttöku í mótum félagsins. Sem hefði komið í veg fyrir þátttöku Mazepin í breska kappakstrinum á Silverstone sem dæmi. Hér að neðan má sjá viðbrögð Nikita Mazepin á Instagram. Hann er ósáttur við ákvörðun liðsins og kveðst hafa verið reiðubúinn að gangast við kröfum FIA. View this post on Instagram A post shared by NIKITA (@nikita_mazepin) Haas liðið fjarlægði merkingar Uralkali af keppnis- og sendibílum sínum á meðan á fyrstu æfingum fyrir komandi keppnistímabil stóð í Barcelona í lok febrúar. Formúla 1 hefur nú ákveðið að ekki verði haldin kappakstur í Rússlandi um ókomna tíð.
Innrás Rússa í Úkraínu Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira