Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ býst við harðri baráttu Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 12:16 Almar Guðmundsson vann Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði í baráttunni um oddvitasætið í Garðabæ, en það var handagangur í öskjunni eftir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Almar Guðmundson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gær. Nú segir hann harða kosningabaráttu fram undan. Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“ Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Listar stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í voru eru flestir farnir að skýrast verulega. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lauk prófkjöri í gær, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir mun leiða listann áfram en hart var barist um annað sætið. Þar varð Orri Björnsson forstjóri Algalífs hlutskarpastur. Fram undan er svo bæjarstjóraslagur Rósu við oddvita Samfylkingarmanna, Guðmund Árna Stefánsson. Í Garðabæ vann Almar Guðmundsson Áslaugu Huldu Jónsdóttur með 41 atkvæði. Baráttan var hörð eftir að Gunnar Einarsson, til sautján ára, ákvað að segja þetta gott. Þá urðu þau tíðindi einnig að Margrét Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokks, hafnaði í fimmta sæti listans. Flokkurinn er nú með átta fulltrúa í bæjarstjórn. „Þetta var náttúrulega fyrst og fremst glæsilegt prófkjör. Auðvitað er ég mjög sáttur við að ná mínu markmiði en ég held að niðurstaðan sé fyrst og fremst sigur fyrir okkur öll, því það var mikil þátttaka og glæsilegir frambjóðendur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Áslaug, verður hún á listanum? „Úrslitin liggja náttúrulega bara fyrir núna og ég geri ráð fyrir að við verðum sameinuð áfram,“ segir Almar. Myndirðu segja að það sé hörð kosningabarátta fram undan? „Já, ég geri bara ráð fyrir því að aðrir flokkar verði með öflugt fólk. Og það er bara mikið af öflugu fólki í Garðabæ. Það verður örugglega bara krefjandi að fara í gegnum þessa kosningabaráttu og tryggja það að flokkurinn vinni sigur,“ segir Almar. Það er nú ekki þannig kannski að Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Garðabæ? „Það er nú alltaf þannig að við byrjum á núllinu og nálgumst þetta þannig, en ég held að prófkjörið og sú mikla málefnavinna sem fór fram í kringum það muni hjálpa okkur gríðarlega.“
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06 Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Mjótt á munum í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum. 5. mars 2022 22:06
Rósa efst í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag. 5. mars 2022 21:47