Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 14:01 Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að leita eftir áhugasömum aðilum til samvinnu um heildarskipulagningu og uppbyggingu Brákareyjar. Hugmyndir eru um að stofna jafnvel þróunarfélag sem hefði það hlutverk að vinna úr hugmyndum og íbúafundum, sem haldnir hafa verið undanfarin ár vegna starfseminnar í eyjunni. Aðsend Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði. Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend
Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira