Tilkynning Visa barst fyrr í kvöld og þar kemur fram að fyrirtækið ætli að vinna með viðskiptavinum sínum í Rússlandi að því að loka á allar færslur á næstu dögum. Þá verður hvorki hægt að nota kort erlendis sem gefin eru út í Rússlandi né verður hægt að nota kort í Rússlandi sem gefin eru út í öðrum löndum.
„Við neyðumst til að bregðast við þessari tilefnislausu árás Rússa og þeirra óafsakanlegu atburða sem við höfum orðið vitni að,“ sagði Al Kelly forstjóri Visa.
„Við hörmum þau áhrif sem þetta mun hafa á góða samstarfsaðila og þeirra viðskiptavini og korthafa í Rússlandi. Við bregðumst við þessu stríði og ógn þess á heimsfrið samkvæmt okkar gildum.“
BREAKING: Both Visa and Mastercard suspend network services in Russia in the aftermath of President Zelenskyy's appeal this morning.
— Brian Tyler Cohen (@briantylercohen) March 5, 2022
Mastercard fylgdi í kjölfarið og tilkynnti að þeir myndu loka á öll sín kerfi í Rússlandi. Þeir sögðu ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda enda hafi fyrirtækið starfað í Rússlandi í meira en tuttugu og fimm ár.
Ákvörðun fyrirtækjanna kemur í kjölfar þess að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir því á fundi með þingmönnum Öldungadeildar Bandaríkjanna að fyrirtækin myndu grípa til aðgerða í Rússlandi.
Mastercard announces they are suspending network services in Russia after President Zelensky called on them to do so during his meeting with US lawmakers this morning.
— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) March 5, 2022