Tæplega 61 prósent þátttaka var í prófkjörinu meðal skráðra flokksmanna í Reykjavík. Á kjörskrá voru 1939 manns og bárust alls 1182 atkvæði. Aðeins 101 atkvæði skildu oddvitaframbjóðendurnar að.
Í fyrsta sæti með 575 atkvæði í 1. sæti var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Í öðru sæti með 799 atkvæði í 1.-2. sæti var Pawel Bartoszek. Í þriðja sæti með 646 atkvæði í 1.-3. sæti var Þórdís Jóna Sigurðardóttir.
Í fjórða sæti með 885 atkvæði í 1.-4. sæti var Diljá Ámundadóttir Zoega.