„Fólk segir margt á Twitter“ Snorri Másson skrifar 5. mars 2022 12:04 Einar Þorsteinsson verður að öllum líkindum oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor. RÚV Einar Þorsteinsson gefur kost á sér fyrsta sæti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, eins og hann tilkynnti endanlega um í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi. „Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022 Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022
Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira