„Fólk segir margt á Twitter“ Snorri Másson skrifar 5. mars 2022 12:04 Einar Þorsteinsson verður að öllum líkindum oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor. RÚV Einar Þorsteinsson gefur kost á sér fyrsta sæti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, eins og hann tilkynnti endanlega um í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi. „Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022 Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
„Ég hef ákveðið að taka slaginn með Framsókn fyrir borgarbúa. Ég finn fyrir mikilli eftirspurn eftir flokki sem getur miðlað málum í borgarmálunum. Flokki sem er á miðjunni og hefur ekki verið í þessari hörðu átakapólitík í fjögur ár. Ég held að kjósendur eigi að hafa val um öfgalausan og lausnamiðaðan flokk sem er tilbúinn að efla samvinnu og ná betri árangri,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Endanlegur listi Framsóknar er ekki tilbúinn. „Grasrótin í Framsókn er nú að vinna að öflugu málefnastarfi og málefnaáherslur verða kynntar þegar fram líða stundir. Ég er bara að taka einn dag í einu og er viss um að borgin verður græn og falleg í vor,“ segir Einar. Hvað finnst þér um bíla? „Um bíla? Ég á bíl. Og mér þykir bara mjög gott að eiga bíl,“ svarar Einar hýr í bragði. Ekkert athugavert við þetta? Einar sagði upp á RÚV eftir langan feril í sjónvarpi fyrir skemmstu en tilkynnti síðan um að hann myndi sækjast eftir fyrsta sætinu í þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV í gærkvöldi. Framboðstilkynning Einars á þessum vettvangi hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð?“ skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem var kosningastjóri Viðreisnar við síðustu þingkosningar. Einar: „Ja, fólk segir nú margt á Twitter. Það var nú bara tilviljun að ég fékk að fara í þáttinn hjá Gísla Marteini. Það datt út gestur og ég átti samtal við starfsmann þáttarins útaf allt öðru og það raðaðist þannig inn að ég datt inn sem gestur á síðustu stundu.“ Einar bendir líka á að annar frambjóðandi hafi verið í þættinum, nefnilega Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur sem er nýr oddviti Garðabæjarlistans. Gestir Vikunnar voru Einar Þorsteinsson, Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans.RÚV „Þannig að ætli þátturinn hafi ekki bara endurspeglað ágætlega hið pólitíska litróf sem nú býður sig fram í sveitarstjórnarmálunum,“ segir Einar. Ekki er langt um liðið síðan Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar en fyrrverandi fréttamaður á RÚV steig svipað skref og bauð sig fram til Alþingis. Hann var kominn í viðtal í Silfrinu skömmu eftir að hann tilkynnti um framboð. Mikið er um að vera í prófkjörum víða um land í dag. Prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri lýkur í dag, prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sömuleiðis og prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Það eru rétt rúmir tveir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Smá sein en sjáum við ekkert athugavert við það að fyrrv. starfsmaður Rúv mæti í skemmtiþátt á prime time og tilkynni framboð? Og nei - ég kýs ekki Framsókn en það er irrelevant. #vikan— Sunna Kristín (@sunnakh) March 4, 2022 Það var ekki gott múv að breyta Vikunni í framboðsþátt @gislimarteinn. Hvaða frambjóðendur verða næstir?— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) March 4, 2022 OK! Ég fékk meldingu fyrir um 3 vikum síðan að ég gæti ekki mætt í fyrirhugað viðtal á rás 2 vegna STRANGRA reglna um viðmælendur sem mögulega væru á leið í framboð. Viðfangsefni viðtalsins var staða fatlaðra ungmenna og framhaldsskólarnir. #rúv #vikan #sérajón— Sara Dögg (@saradoggsvan73) March 5, 2022 Það er soldið einkennilegt að bjóða fyrrum samstarfsfélaga sínum pláss í viðtalsþættinum sínum til að tilkynna framboð. Þetta var kjánalegt. #vikan— Axel Jón Ellenarson (@axeljon) March 4, 2022
Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira