Sólveig Anna, Mogginn og SALEK Birgir Dýrfjörð skrifar 5. mars 2022 07:00 Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun