Rússar herða árásir sínar og refsingar á eigin þegnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 22:21 Svo virðist sem Pútín ætli ekki að draga úr innrás Rússa í Úkraínu á næstunni. Vísir/AP Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira