Gulldrottning Vetrarólympíuleikanna í Peking er hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 16:01 Therese Johaug fékk síðasta gullið sitt afhent á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Peking eftir sigur sinn í 30 kílómetra göngu. AP/Jae C. Hong Norska skíðagöngudrottningin Therese Johaug hefur ákveðið að setja keppnisskíðin sín upp á hillu. Hún keppir í síðasta skiptið á ferlinum á morgun. Therese Johaug vann þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en þrátt fyrir að eiga langan og sigursælan feril þá voru það hennar fyrstu gull á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Johaug er 33 ára gömul og hefur unnið allt sem er í boði í sinni grein. Það vantaði bara Ólympíugull og þau komu í hús í síðasta mánuði. Johaug hefur unnið 64 einstaklingsmót í heimsbikarnum og hefur alls unnið fjórtán gull á heimsmeistaramótum. „Það á eftir að klára einhver mót á tímabilinu en nú er rétti tíminn fyrir mig að einbeita mér að öðru heldur en afreksíþróttum,“ sagði Therese Johaug í fréttatilkynningu. „Að mörgu leyti líður mér eins og ég sé að loka hringnum,“ skrifaði Johaug í færslu á Instagram en síðasta keppnin hennar verður á Holmenkollen þar sem hún varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2011. „Ef ég segi alveg eins og er þá vil ég ekki að þetta ferðalag endi aldrei en það er alltaf rétti tíminn fyrir allt. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að hætta að eyða öllum tíma mínum í skíðagönguíþróttina,“ skrifaði Johaug. Johaug hefur haft mikla yfirburði í sínum greinum síðan hún snéri aftur árið 2019 eftir tveggja ára lyfjabann. Hún var dæmd í bannið eftir að clostebol fannst í sýni hennar en hún sjálf segir að það hafi komið úr varasalva sem hún notaði við slæmum varaþurrki. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Noregur Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Therese Johaug vann þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en þrátt fyrir að eiga langan og sigursælan feril þá voru það hennar fyrstu gull á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Johaug er 33 ára gömul og hefur unnið allt sem er í boði í sinni grein. Það vantaði bara Ólympíugull og þau komu í hús í síðasta mánuði. Johaug hefur unnið 64 einstaklingsmót í heimsbikarnum og hefur alls unnið fjórtán gull á heimsmeistaramótum. „Það á eftir að klára einhver mót á tímabilinu en nú er rétti tíminn fyrir mig að einbeita mér að öðru heldur en afreksíþróttum,“ sagði Therese Johaug í fréttatilkynningu. „Að mörgu leyti líður mér eins og ég sé að loka hringnum,“ skrifaði Johaug í færslu á Instagram en síðasta keppnin hennar verður á Holmenkollen þar sem hún varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2011. „Ef ég segi alveg eins og er þá vil ég ekki að þetta ferðalag endi aldrei en það er alltaf rétti tíminn fyrir allt. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að hætta að eyða öllum tíma mínum í skíðagönguíþróttina,“ skrifaði Johaug. Johaug hefur haft mikla yfirburði í sínum greinum síðan hún snéri aftur árið 2019 eftir tveggja ára lyfjabann. Hún var dæmd í bannið eftir að clostebol fannst í sýni hennar en hún sjálf segir að það hafi komið úr varasalva sem hún notaði við slæmum varaþurrki. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Noregur Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira