Gulldrottning Vetrarólympíuleikanna í Peking er hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 16:01 Therese Johaug fékk síðasta gullið sitt afhent á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Peking eftir sigur sinn í 30 kílómetra göngu. AP/Jae C. Hong Norska skíðagöngudrottningin Therese Johaug hefur ákveðið að setja keppnisskíðin sín upp á hillu. Hún keppir í síðasta skiptið á ferlinum á morgun. Therese Johaug vann þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en þrátt fyrir að eiga langan og sigursælan feril þá voru það hennar fyrstu gull á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Johaug er 33 ára gömul og hefur unnið allt sem er í boði í sinni grein. Það vantaði bara Ólympíugull og þau komu í hús í síðasta mánuði. Johaug hefur unnið 64 einstaklingsmót í heimsbikarnum og hefur alls unnið fjórtán gull á heimsmeistaramótum. „Það á eftir að klára einhver mót á tímabilinu en nú er rétti tíminn fyrir mig að einbeita mér að öðru heldur en afreksíþróttum,“ sagði Therese Johaug í fréttatilkynningu. „Að mörgu leyti líður mér eins og ég sé að loka hringnum,“ skrifaði Johaug í færslu á Instagram en síðasta keppnin hennar verður á Holmenkollen þar sem hún varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2011. „Ef ég segi alveg eins og er þá vil ég ekki að þetta ferðalag endi aldrei en það er alltaf rétti tíminn fyrir allt. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að hætta að eyða öllum tíma mínum í skíðagönguíþróttina,“ skrifaði Johaug. Johaug hefur haft mikla yfirburði í sínum greinum síðan hún snéri aftur árið 2019 eftir tveggja ára lyfjabann. Hún var dæmd í bannið eftir að clostebol fannst í sýni hennar en hún sjálf segir að það hafi komið úr varasalva sem hún notaði við slæmum varaþurrki. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Noregur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Therese Johaug vann þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en þrátt fyrir að eiga langan og sigursælan feril þá voru það hennar fyrstu gull á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Johaug er 33 ára gömul og hefur unnið allt sem er í boði í sinni grein. Það vantaði bara Ólympíugull og þau komu í hús í síðasta mánuði. Johaug hefur unnið 64 einstaklingsmót í heimsbikarnum og hefur alls unnið fjórtán gull á heimsmeistaramótum. „Það á eftir að klára einhver mót á tímabilinu en nú er rétti tíminn fyrir mig að einbeita mér að öðru heldur en afreksíþróttum,“ sagði Therese Johaug í fréttatilkynningu. „Að mörgu leyti líður mér eins og ég sé að loka hringnum,“ skrifaði Johaug í færslu á Instagram en síðasta keppnin hennar verður á Holmenkollen þar sem hún varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2011. „Ef ég segi alveg eins og er þá vil ég ekki að þetta ferðalag endi aldrei en það er alltaf rétti tíminn fyrir allt. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að hætta að eyða öllum tíma mínum í skíðagönguíþróttina,“ skrifaði Johaug. Johaug hefur haft mikla yfirburði í sínum greinum síðan hún snéri aftur árið 2019 eftir tveggja ára lyfjabann. Hún var dæmd í bannið eftir að clostebol fannst í sýni hennar en hún sjálf segir að það hafi komið úr varasalva sem hún notaði við slæmum varaþurrki. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Noregur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira