Toppi faraldurs mögulega náð og Þórólfur á leið í tímamótafrí Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2022 12:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar um að toppnum sé náð í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að toppnum á kórónuveirufaraldrinum sé mögulega náð og að faraldurinn sé hugsanlega á leið niður. Í gær greindust 1.910 manns með kórónuveiruna innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna síðustu daga nokkuð stöðugan „Það er verið að taka mikið af sýnum. Þannig að það hefur ekki fækkað neitt mikið. Þannig að það vekur vonir um það að kannski sé þetta eitthvað á niðurleið.“ Hann segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu þokkalega. „Staðan á spítölunum er svipuð. Það eru svona á Landspítalann eru að leggjast inn svona frá fimm og upp í tíu manns á dag og álíka fjöldi að útskrifast. Þannig að staðan er bara svipuð þar. Það er líka svipuð staða á Akureyri. Tíu manns inniliggjandi þar í heildina. Þannig að áfram eru náttúrulega veikindi hjá starfsfólki en það er kannski svona heldur léttara yfir því.“ Tæplega 141 þúsund manns hafa nú fengið staðfest að þeir hafi smitast af veirunni með sýnatöku. „Við höfum svona áætlað að kannski tvöfalt fleiri hafi í raun og veru smitast. Margir hafi ekki greinst þá kannski og ef það reynist rétt þá erum við komin með yfir sjötíu prósent landsmanna sem að hafa smitast en þetta eru svona óvissuþættir í þessu sem er erfitt að fullyrða og við vitum heldur ekki hvort að hjarðónæmi náist við áttatíu prósent sem við höfum verið að miða við. Þannig að það er svona óvissa en ég held að þetta gæti kannski staðist og kannski erum við heldur að fara niður á við svona núna og næstu dagana.“ Það er kannski til marks um að staðan sé að batna að Þórólfur er á leið til útlanda í frí í fyrsta sinn frá því áður en faraldurinn hófst. „Ég veit ekki hvort að það séu einhver tímamót í faraldrinum. Það eru kannski tímamót hjá mér sjálfum bara að fara kannski í smáfrí. Það er held ég ágætt á þessum tímapunkti þar sem þetta er svona aðeins að róast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01 Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45 „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í gær greindust 1.910 manns með kórónuveiruna innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna síðustu daga nokkuð stöðugan „Það er verið að taka mikið af sýnum. Þannig að það hefur ekki fækkað neitt mikið. Þannig að það vekur vonir um það að kannski sé þetta eitthvað á niðurleið.“ Hann segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu þokkalega. „Staðan á spítölunum er svipuð. Það eru svona á Landspítalann eru að leggjast inn svona frá fimm og upp í tíu manns á dag og álíka fjöldi að útskrifast. Þannig að staðan er bara svipuð þar. Það er líka svipuð staða á Akureyri. Tíu manns inniliggjandi þar í heildina. Þannig að áfram eru náttúrulega veikindi hjá starfsfólki en það er kannski svona heldur léttara yfir því.“ Tæplega 141 þúsund manns hafa nú fengið staðfest að þeir hafi smitast af veirunni með sýnatöku. „Við höfum svona áætlað að kannski tvöfalt fleiri hafi í raun og veru smitast. Margir hafi ekki greinst þá kannski og ef það reynist rétt þá erum við komin með yfir sjötíu prósent landsmanna sem að hafa smitast en þetta eru svona óvissuþættir í þessu sem er erfitt að fullyrða og við vitum heldur ekki hvort að hjarðónæmi náist við áttatíu prósent sem við höfum verið að miða við. Þannig að það er svona óvissa en ég held að þetta gæti kannski staðist og kannski erum við heldur að fara niður á við svona núna og næstu dagana.“ Það er kannski til marks um að staðan sé að batna að Þórólfur er á leið til útlanda í frí í fyrsta sinn frá því áður en faraldurinn hófst. „Ég veit ekki hvort að það séu einhver tímamót í faraldrinum. Það eru kannski tímamót hjá mér sjálfum bara að fara kannski í smáfrí. Það er held ég ágætt á þessum tímapunkti þar sem þetta er svona aðeins að róast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01 Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45 „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. 28. febrúar 2022 20:01
Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38
Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. 23. febrúar 2022 21:45
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27