Njóttu þess að taka tíma í forleikinn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. mars 2022 20:09 Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segja flestir forleikinn í kynlífi mikilvægan. Getty Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi. Uppskriftin þarf ekkert endilega að vera kossar og snerting heldur nær skilgreining yfir allar þær athafnir sem örva kynferðislega. Líffræðilega þurfa konur yfirleitt meiri örvun og lengri tíma þegar kemur að kynlífi og hefur það stundum verið sagt að karlar hafi kannski ekki eins mikla þörf fyrir forleik og konur. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hversu mikilvægur forleikur er í kynlífi og tóku rúmlega tvöþúsund manns þátt í könnuninni. Eins og sjá má í niðurstöðunum hér fyrir neðan er ekki greinanlegur munur á svörum karla og kvenna og segja um 70% forleikinn mikilvægan eða mjög mikilvægan. Niðurstöður* Karlar Mjög mikilvægur, kýs alltaf forleik - 38% Mikilvægur, vil yfirleitt forleik - 30% Bæði og, fer eftir stemmningu - 28% Ekki mikilvægur, kýs sjaldnast forleik - 4% Konur Mjög mikilvægur, kýs alltaf forleik - 41% Mikilvægur, vil yfirleitt forleik - 25% Bæði og, fer eftir stemmningu - 28% Ekki mikilvægur, kýs sjaldnast forleik - 6% Auðvelt að festast í sömu rútínunni Það er auðvelt fyrir pör að festast í ákveðinni rútínu í kynlífi og því um að gera að reyna að hugsa út fyrir boxið og leyfa sér að leika þegar kemur að forleiknum. Stundum gæti verið gaman að byrja forleikinn snemma um daginn með því að senda daðursleg skilaboð á milli. Segðu frá því hvað þig langar að gera og hvernig. Leyfðu þér að fantasera og komdu sjálfum þér og bólfélagnum/makanum á óvart. Að koma inn ákveðinni spennu og eftirvæntingu verður til þess að þegar þið svo hittist eru jafnvel bæði orðin mikið örvuð. Að gefa sér góðan tíma í kynlíf getur orðið til þess að meiri nánd myndist á milli einstaklinga og að fólk nái betur að slappa af og njóta kynlífsins. Getty Mikilvægt að gefa sér góðan tíma Rólegt nudd, olíur og sexí tónlist gerir einnig mikið fyrir stemmninguna og um að gera að taka sér góðan tíma í að kanna líkama hvors annars og finna hvað það er sem örvar og veitir unað. Þegar fólk tekur sér lengri tíma í kynlíf myndast oft á tíðum meiri nánd á milli fólks og verður jafnvel auðveldara fyrir einhverja að segja hvað þeim finnst gott og ná því að njóta kynlífsins betur. Ertu búin(n) að svara nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Uppskriftin þarf ekkert endilega að vera kossar og snerting heldur nær skilgreining yfir allar þær athafnir sem örva kynferðislega. Líffræðilega þurfa konur yfirleitt meiri örvun og lengri tíma þegar kemur að kynlífi og hefur það stundum verið sagt að karlar hafi kannski ekki eins mikla þörf fyrir forleik og konur. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hversu mikilvægur forleikur er í kynlífi og tóku rúmlega tvöþúsund manns þátt í könnuninni. Eins og sjá má í niðurstöðunum hér fyrir neðan er ekki greinanlegur munur á svörum karla og kvenna og segja um 70% forleikinn mikilvægan eða mjög mikilvægan. Niðurstöður* Karlar Mjög mikilvægur, kýs alltaf forleik - 38% Mikilvægur, vil yfirleitt forleik - 30% Bæði og, fer eftir stemmningu - 28% Ekki mikilvægur, kýs sjaldnast forleik - 4% Konur Mjög mikilvægur, kýs alltaf forleik - 41% Mikilvægur, vil yfirleitt forleik - 25% Bæði og, fer eftir stemmningu - 28% Ekki mikilvægur, kýs sjaldnast forleik - 6% Auðvelt að festast í sömu rútínunni Það er auðvelt fyrir pör að festast í ákveðinni rútínu í kynlífi og því um að gera að reyna að hugsa út fyrir boxið og leyfa sér að leika þegar kemur að forleiknum. Stundum gæti verið gaman að byrja forleikinn snemma um daginn með því að senda daðursleg skilaboð á milli. Segðu frá því hvað þig langar að gera og hvernig. Leyfðu þér að fantasera og komdu sjálfum þér og bólfélagnum/makanum á óvart. Að koma inn ákveðinni spennu og eftirvæntingu verður til þess að þegar þið svo hittist eru jafnvel bæði orðin mikið örvuð. Að gefa sér góðan tíma í kynlíf getur orðið til þess að meiri nánd myndist á milli einstaklinga og að fólk nái betur að slappa af og njóta kynlífsins. Getty Mikilvægt að gefa sér góðan tíma Rólegt nudd, olíur og sexí tónlist gerir einnig mikið fyrir stemmninguna og um að gera að taka sér góðan tíma í að kanna líkama hvors annars og finna hvað það er sem örvar og veitir unað. Þegar fólk tekur sér lengri tíma í kynlíf myndast oft á tíðum meiri nánd á milli fólks og verður jafnvel auðveldara fyrir einhverja að segja hvað þeim finnst gott og ná því að njóta kynlífsins betur. Ertu búin(n) að svara nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 „Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10 Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59
„Kveikti kynorku sem var í svo miklum dvala mjög lengi“ „Þetta er ólýsanlegt og eitthvað sem við munum alltaf muna. Mjög stór þáttur í að bjarga hjónabandinu okkar.“ Þetta segir íslensk kona um reynslu sína og eiginmanns hennar af tantranuddi og tantra paranámskeiði sem þau ákváðu að prófa þegar hjónabandið var komið í þrot fyrir nokkrum árum. 2. febrúar 2021 20:10
Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00