Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 15:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík 2021. Rússar fara með formennsku í ráðinu. Norðurskautsráðið Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. Í ljósi grófra brota Rússlands á alþjóðalögum munu fulltrúar ríkjanna ekki ferðast til Rússlands á fundi Norðurskautsráðsins, en Rússland fer nú með formennsku í ráðinu. Þá verði gert tímabundið hlé á þátttöku í öllum fundum ráðsins og undirstofnana þess. Aðgerðir Rússa hafi í för með sér alvarlegar hindranir fyrir alþjóðlega samvinnu, þar á meðal á norðurslóðum. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 sem vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á norðurslóðum, með virkri þátttöku frumbyggja á svæðinu. Aðildarríki ráðsins eru átta: Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Konungsríkið Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Auk þess eiga sex samtök frumbyggja á norðurslóðum sæti í ráðinu. Ísland fór með formennsku í Norðurskautsráðinu áður en Rússland tók við keflinu á ráðherrafundi sem haldinn var í Reykjavík í maí á síðasta ári. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að aðildarríkin séu enn sannfærð um gildi Norðurskautsráðsins fyrir samstarf á norðurslóðum og ítreka stuðning sinn við ráðið og starfsemi þess. Ríkin beri ábyrgð gagnvart íbúum norðurslóða, þar á meðal frumbyggja, sem leggi sitt af mörkum til og njóti góðs af mikilvægu starfi ráðsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Í ljósi grófra brota Rússlands á alþjóðalögum munu fulltrúar ríkjanna ekki ferðast til Rússlands á fundi Norðurskautsráðsins, en Rússland fer nú með formennsku í ráðinu. Þá verði gert tímabundið hlé á þátttöku í öllum fundum ráðsins og undirstofnana þess. Aðgerðir Rússa hafi í för með sér alvarlegar hindranir fyrir alþjóðlega samvinnu, þar á meðal á norðurslóðum. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 sem vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á norðurslóðum, með virkri þátttöku frumbyggja á svæðinu. Aðildarríki ráðsins eru átta: Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Konungsríkið Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Auk þess eiga sex samtök frumbyggja á norðurslóðum sæti í ráðinu. Ísland fór með formennsku í Norðurskautsráðinu áður en Rússland tók við keflinu á ráðherrafundi sem haldinn var í Reykjavík í maí á síðasta ári. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að aðildarríkin séu enn sannfærð um gildi Norðurskautsráðsins fyrir samstarf á norðurslóðum og ítreka stuðning sinn við ráðið og starfsemi þess. Ríkin beri ábyrgð gagnvart íbúum norðurslóða, þar á meðal frumbyggja, sem leggi sitt af mörkum til og njóti góðs af mikilvægu starfi ráðsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira