Mannréttindi, umhverfismál og menntun í brennidepli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:09 Frá Barnaþinginu árið 2019. Vísir/SigurjónÓ Stjórnvöld ætla að nýta tillögur Barnaþings markvisst í opinberri stefnumótun að sögn umboðsmanns barna en þingið verður sett í annað skipti í dag í Hörpu. Ríflega hundrað börn ræða þar um um mannréttindi umhverfismál og menntun. Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna. Réttindi barna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna.
Réttindi barna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira