Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:46 Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkti Bandaríkjamönnum við Hitler í dag og sagði aðra en Rússland hafa hótað kjarnorkuárásum. AP/rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49