Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2022 20:47 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49