Vill að áhrifavaldar fái endurgreiðslu frá ríkinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 19:29 Björn Steinbekk segir mikilvægt að unnið sé með áhrifavöldum. Vísir Björn Steinbekk, drónaflugmaður og markaðsmaður, segir að áhrifavaldar eigi að fá sömu ívilnanir og kvikmyndaiðnaðurinn. Hann hefur þegar borið upp erindið við Lilju Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Björn sendi inn grein á Vísi í gær sem bar fyrirsögnina „Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur!“ Í greininni segir hann að áhrifavaldar hafi átt góðan þátt í að markaðssetja Ísland og telur réttast að Ísland verði fyrsta landið í heiminum til að taka upp sams konar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hugmyndin er þessi: „Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðli fái að lágmarki 25 prósent endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins.“ Með umbuninni sé hægt að stórefla umfjöllun og markaðssetningu á landinu. Markaðssetning áhrifavalda mikilvæg Björn útskýrði málið nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar kveðst hann telja að áhrifavaldar, eða svokallað sögufólk (e. content creators) sem jafnan útbýr myndbönd og dreifir á samfélagsmiðlum, hafi átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið og þá sérstaklega síðustu tíu ár. „Ég vil eiginlega taka burt þennan núans: að þetta fólk þurfi endalaust að vera að senda póst á Íslandsstofu eða fylla eitthvað inbox hjá Icelandair eða Play eða öðrum bílaleigum og fleira; að biðja um afslætti, að biðja um styrk eða eitthvað, því það er svo erfitt að tracka þetta. Við eigum frekar að vera fyrsta landið í heiminum sem segir bara: Þið eruð bara velkomin. Við viljum vinna með þessu fólki. Þetta fólk hefur vægi,“ segir Björn. Hann bendir á að áætlað sé að gosið í Geldingadölum hafi skilað rúmlega 50 milljörðum í fjölmiðlaumfjöllun og segir ljóst að áhrifavaldar, og þeir sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum, spari ríkissjóði gríðarlega mikið í markaðssetningarkostnað. „Ég tók þetta upp við hana Lilju Alfreðsdóttur vinkonu mína um daginn og henni leist bara mjög vel á þetta. Hún getur náttúrulega ekki einhent sér í að gera þetta en samtalið er komið af stað. Og það er fólk inni í ferðaþjónustunni og stór fyrirtæki sem vilja taka þetta samtal.“ Gott væri ef aðilar í ferðaþjónustunni gætu átt samtalið við áhrifavalda: „Það er 25-30 prósent endurgreiðsla á öllum kostnaði ef þú kemur. Hérna eru reglurnar, endilega komdu og reynum að vinna saman.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Björn hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Íslandsvinir Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01 Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07 Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Björn sendi inn grein á Vísi í gær sem bar fyrirsögnina „Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur!“ Í greininni segir hann að áhrifavaldar hafi átt góðan þátt í að markaðssetja Ísland og telur réttast að Ísland verði fyrsta landið í heiminum til að taka upp sams konar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hugmyndin er þessi: „Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðli fái að lágmarki 25 prósent endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins.“ Með umbuninni sé hægt að stórefla umfjöllun og markaðssetningu á landinu. Markaðssetning áhrifavalda mikilvæg Björn útskýrði málið nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar kveðst hann telja að áhrifavaldar, eða svokallað sögufólk (e. content creators) sem jafnan útbýr myndbönd og dreifir á samfélagsmiðlum, hafi átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið og þá sérstaklega síðustu tíu ár. „Ég vil eiginlega taka burt þennan núans: að þetta fólk þurfi endalaust að vera að senda póst á Íslandsstofu eða fylla eitthvað inbox hjá Icelandair eða Play eða öðrum bílaleigum og fleira; að biðja um afslætti, að biðja um styrk eða eitthvað, því það er svo erfitt að tracka þetta. Við eigum frekar að vera fyrsta landið í heiminum sem segir bara: Þið eruð bara velkomin. Við viljum vinna með þessu fólki. Þetta fólk hefur vægi,“ segir Björn. Hann bendir á að áætlað sé að gosið í Geldingadölum hafi skilað rúmlega 50 milljörðum í fjölmiðlaumfjöllun og segir ljóst að áhrifavaldar, og þeir sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum, spari ríkissjóði gríðarlega mikið í markaðssetningarkostnað. „Ég tók þetta upp við hana Lilju Alfreðsdóttur vinkonu mína um daginn og henni leist bara mjög vel á þetta. Hún getur náttúrulega ekki einhent sér í að gera þetta en samtalið er komið af stað. Og það er fólk inni í ferðaþjónustunni og stór fyrirtæki sem vilja taka þetta samtal.“ Gott væri ef aðilar í ferðaþjónustunni gætu átt samtalið við áhrifavalda: „Það er 25-30 prósent endurgreiðsla á öllum kostnaði ef þú kemur. Hérna eru reglurnar, endilega komdu og reynum að vinna saman.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Björn hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Íslandsvinir Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01 Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07 Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01
Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07
Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30