Grunnskólabörn handtekin í Moskvu fyrir að leggja blóm við úkraínska sendiráðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:37 Börnunum var sleppt lausum þegar lögmaður þeirra mætti á lögreglustöðina. Twitter/@novaya_gazeta Að minnsta kosti fjögur grunnskólabörn og foreldrar þeirra voru handtekin í Moskvu í gær þegar þau lögðu blóm við úkraínska sendiráðið og héldu á skiltum sem á stóð „Nei við stríði“. Þúsundir hafa mótmælt innrás Rússa í Úkraínu um allt Rússland undanfarna daga. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 6.400 hafi verið handteknir í Rússlandi undanfarna viku fyrir að taka þátt í mótmælunum. Nokkrir voru handteknir fyrir mótmæli í gær í Sankti Pétursborg og í Moskvu, þar á meðal nokkur grunnskólabörn og foreldrar þeirra. Þau höfðu verið að leggja blóm við úkraínska sendiráðið þegar lögregla handtók þau en þeim var síðar sleppt þegar lögmaður þeirra mætti á Presnenskoye lögregustöðina. В ОВД Пресненское детей и их родителей оставляют на ночь. Полиция задержала их, когда они возлагали цветы у посольства УкраиныФото: фейсбук pic.twitter.com/Wq3trWsjPN— Новая Газета (@novaya_gazeta) March 1, 2022 Mannréttindastofnun SÞ hefur kallað eftir því að mótmælendum verði sleppt úr haldi. Á sunnudag mættu mótmælendum lögreglumenn í óeirðarbúningum og samkvæmt fréttastofu AP voru mótmælendur dregnir inn í lögreglubíla þrátt fyrir að mótmælin voru friðsamleg. Samkvæmt OVD-Info mannréttindasamtökunum, sem fylgjast með pólitískum handtökum, voru minnst 356 Rússar handteknir í 32 borgum vegna mótmæla gegn stríðinu. Þá segir í frétt AP að stjórnvöld í Kreml hafi gert allt sem þau geta til að gera lítið úr mótmælunum og hafa haldið því fram að mun færri hafi mótmælt stríðinu en raun ber vitni. Meirihluti þjóðarinnar styðji „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þúsundir hafa mótmælt innrás Rússa í Úkraínu um allt Rússland undanfarna daga. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 6.400 hafi verið handteknir í Rússlandi undanfarna viku fyrir að taka þátt í mótmælunum. Nokkrir voru handteknir fyrir mótmæli í gær í Sankti Pétursborg og í Moskvu, þar á meðal nokkur grunnskólabörn og foreldrar þeirra. Þau höfðu verið að leggja blóm við úkraínska sendiráðið þegar lögregla handtók þau en þeim var síðar sleppt þegar lögmaður þeirra mætti á Presnenskoye lögregustöðina. В ОВД Пресненское детей и их родителей оставляют на ночь. Полиция задержала их, когда они возлагали цветы у посольства УкраиныФото: фейсбук pic.twitter.com/Wq3trWsjPN— Новая Газета (@novaya_gazeta) March 1, 2022 Mannréttindastofnun SÞ hefur kallað eftir því að mótmælendum verði sleppt úr haldi. Á sunnudag mættu mótmælendum lögreglumenn í óeirðarbúningum og samkvæmt fréttastofu AP voru mótmælendur dregnir inn í lögreglubíla þrátt fyrir að mótmælin voru friðsamleg. Samkvæmt OVD-Info mannréttindasamtökunum, sem fylgjast með pólitískum handtökum, voru minnst 356 Rússar handteknir í 32 borgum vegna mótmæla gegn stríðinu. Þá segir í frétt AP að stjórnvöld í Kreml hafi gert allt sem þau geta til að gera lítið úr mótmælunum og hafa haldið því fram að mun færri hafi mótmælt stríðinu en raun ber vitni. Meirihluti þjóðarinnar styðji „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45