Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 11:02 Alexei Navalní hvetur fólk til að mótæmla stríðinu. EPA/Yuri Kochetkov Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira