Fordæmalausir tímar – afburða árangur Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 2. mars 2022 11:31 Nú eru tvö ár frá því að við starfsmenn hjúkrunarheimila og annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu tókumst á við fyrstu aðgerðir okkar til varnar heimilisfólki hjúkrunarheimila landsins og öðrum sem þiggja þjónustu velferðarkerfisins gagnvart Covid-19. Allt frá fyrstu stundu þessa fordæmalausa verkefnis okkar frábæra starfsfólks hafa starfsmannahópar heimila og stofnana allt í kringum landið staðið saman öll sem eitt. Í upphafi faraldursins höfðum við ekki undan að læra ný hugtök og skilgreiningar en sum þeirra hafa fest betur í huga okkar en önnur. Fordæmalausir tímar er eitt þeirra. Í upphafi marsmánaðar 2020 tóku hjúkrunarheimili landsins stóra ákvörðun með sameiginlegum hætti; skellt var í lás og allar heimsóknir bannaðar til heimilisfólks tímabundið. Aldrei hefði undirrituðum dottið það í hug að til þess háttar aðgerða yrði nokkurn tíma gripið en aftur, aðstæður voru fordæmalausar og því var gripið til fordæmalausra ráðstafana. Sama var upp á teningnum víðar í starfsemi þeirri sem aðildarfélög innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu standa fyrir. Nýjar áskoranir biðu meðal annars í dagdvölum, dagþjálfunum og endurhæfingastarfsemi, sums staðar þurfti að loka, annars staðar að hliðra verulega til og allt var þetta gert af fullkomnu æðruleysi í þágu þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda og þeim til varnar. Starfsfólk sýndi einstaka fórnfýsi á allan hátt, skermaði sig af í mörgum tilvikum í sínum frítíma og aftur, allt í þágu fólksins sem treystir á þjónustu þeirra á degi hverjum. Því miður náðu þessar hörðu aðgerðir ekki að koma alveg í veg fyrir að Covid-19 næði að höggva skörð í raðir heimilisfólks og það er afar þungbært. Engu að síður er ljóst að þær skiluðu ótvíræðum árangri í að lágmarka smitin eins og kostur var. Smit voru afar fá inni á hjúkrunarheimilum og hjá annarri starfssemi sem fyrirtæki í velferðarþjónustu veita meðan unnið var að því að efla varnir einstaklinganna með bólusetningu. Nú um stundir geisar veiran enn, en sem betur fer eru veikindin í flestum tilfellum mun mildari en þau voru fyrst í stað. Við Íslendingar stöndum vel heilt yfir og á erlendri grundu hefur verið tekið eftir hversu vel tókst til að standa vörð um íbúa á hjúkrunarheimilum. Við megum vera stolt af heilbrigðisstarfsfólkinu okkar og vil ég sérstaklega draga fram þátt starfsmanna fyrirtækja og stofnana innan raða Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þá viljum við líka þakka sóttvarnaryfirvöldum og forráðafólki í heilbrigðiskerfinu fyrir það hve vel það stóð sig í sínum verkefnum. Við forystufólk SFV höfum farið þess á leit við stjórnvöld að okkar fólk, sem hefur staðið vaktina með glæsibrag undanfarin tvö ár, verði umbunað fyrir fórnfýsi sína og afburða frammistöðu í fordæmalausum aðstæðum. Við trúum því og treystum að starfsfólki stofnana okkar og fyrirtækja verði umbunað líkt og hefur verið gert við a.m.k. hluta annarra heilbrigðisstarfsmanna. Aðildarfélög Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eru mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu og það er mikilvægt að okkar dýrmæta starfsfólk upplifi sig með þeim hætti, jafnt dags daglega sem og í fordæmalausum aðstæðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Nú eru tvö ár frá því að við starfsmenn hjúkrunarheimila og annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu tókumst á við fyrstu aðgerðir okkar til varnar heimilisfólki hjúkrunarheimila landsins og öðrum sem þiggja þjónustu velferðarkerfisins gagnvart Covid-19. Allt frá fyrstu stundu þessa fordæmalausa verkefnis okkar frábæra starfsfólks hafa starfsmannahópar heimila og stofnana allt í kringum landið staðið saman öll sem eitt. Í upphafi faraldursins höfðum við ekki undan að læra ný hugtök og skilgreiningar en sum þeirra hafa fest betur í huga okkar en önnur. Fordæmalausir tímar er eitt þeirra. Í upphafi marsmánaðar 2020 tóku hjúkrunarheimili landsins stóra ákvörðun með sameiginlegum hætti; skellt var í lás og allar heimsóknir bannaðar til heimilisfólks tímabundið. Aldrei hefði undirrituðum dottið það í hug að til þess háttar aðgerða yrði nokkurn tíma gripið en aftur, aðstæður voru fordæmalausar og því var gripið til fordæmalausra ráðstafana. Sama var upp á teningnum víðar í starfsemi þeirri sem aðildarfélög innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu standa fyrir. Nýjar áskoranir biðu meðal annars í dagdvölum, dagþjálfunum og endurhæfingastarfsemi, sums staðar þurfti að loka, annars staðar að hliðra verulega til og allt var þetta gert af fullkomnu æðruleysi í þágu þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda og þeim til varnar. Starfsfólk sýndi einstaka fórnfýsi á allan hátt, skermaði sig af í mörgum tilvikum í sínum frítíma og aftur, allt í þágu fólksins sem treystir á þjónustu þeirra á degi hverjum. Því miður náðu þessar hörðu aðgerðir ekki að koma alveg í veg fyrir að Covid-19 næði að höggva skörð í raðir heimilisfólks og það er afar þungbært. Engu að síður er ljóst að þær skiluðu ótvíræðum árangri í að lágmarka smitin eins og kostur var. Smit voru afar fá inni á hjúkrunarheimilum og hjá annarri starfssemi sem fyrirtæki í velferðarþjónustu veita meðan unnið var að því að efla varnir einstaklinganna með bólusetningu. Nú um stundir geisar veiran enn, en sem betur fer eru veikindin í flestum tilfellum mun mildari en þau voru fyrst í stað. Við Íslendingar stöndum vel heilt yfir og á erlendri grundu hefur verið tekið eftir hversu vel tókst til að standa vörð um íbúa á hjúkrunarheimilum. Við megum vera stolt af heilbrigðisstarfsfólkinu okkar og vil ég sérstaklega draga fram þátt starfsmanna fyrirtækja og stofnana innan raða Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þá viljum við líka þakka sóttvarnaryfirvöldum og forráðafólki í heilbrigðiskerfinu fyrir það hve vel það stóð sig í sínum verkefnum. Við forystufólk SFV höfum farið þess á leit við stjórnvöld að okkar fólk, sem hefur staðið vaktina með glæsibrag undanfarin tvö ár, verði umbunað fyrir fórnfýsi sína og afburða frammistöðu í fordæmalausum aðstæðum. Við trúum því og treystum að starfsfólki stofnana okkar og fyrirtækja verði umbunað líkt og hefur verið gert við a.m.k. hluta annarra heilbrigðisstarfsmanna. Aðildarfélög Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eru mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu og það er mikilvægt að okkar dýrmæta starfsfólk upplifi sig með þeim hætti, jafnt dags daglega sem og í fordæmalausum aðstæðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun