Kvennalið sektað um 64 milljónir króna fyrir að fljúga eins og karlaliðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Sabrina Ionescu er stærsta stjarna New York Liberty liðsins en hún var súperstjarna í bandaríska háskólaboltanum. Getty/Sarah Stier Í sumum atvinnumannadeildum heimsins er hreinlega bannað að hugsa of vel um leikmenn sína. Þá erum við ekki að tala um laun eða launaþak heldur ferðalög leikmanna á milli leikja. Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira
Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira