„Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 09:31 Valdimar Grímsson ræðir hér við Gaupa en þekkjast vel frá gullárunum með íslenska landsliðinu á níunda áratugnum. S2 Sport Guðjón Guðmundsson ræddi við einn markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi í nýjasta innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Valdimar Grímsson hefur enn mikla ástríðu fyrir handboltanum og hann hefur líka sterkar skoðanir. „Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
„Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira