„Galið“ að hugsa um fernuna á þessum tímapunkti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2022 07:00 Jürgen Klopp hafði ekki mikinn áhuga á að ræða um möguleika Liverpool á að vinna fernuna. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það sé algjörlega galin hugsun að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti tímabilsins hvort að liðið geti unnið fernuna. Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022 Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira