Jón Gnarr segist hafa verið innblástur fyrir feril Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 22:30 Jón Gnarr kveðst viðurkenna það nú að hann hafi haft rangt fyrir sér. NATO sé ekki alslæmt eftir allt saman. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segist hafa verið innblástur fyrir pólitískan feril Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Jón heimsótti Kænugarð í Úkraínu árið 2019 og er enn í einhverju sambandi við forsetann. Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan. Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan.
Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10