Banna köfun að flakinu í Þingvallavatni til að tryggja sönnunargögn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 16:32 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og voru allir látnir um borð. Vatnið er enn ísi lagt og ólíklegt að það opnist á næstunni að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. Fjórir voru um borð vélarinnar TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallarvatn í byrjun febrúar, flugmaður og þrír farþegar, og fundust lík þeirra þann 6. febrúar síðastliðinn eftir umfangsmikla leit. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er bannið sett á til að tryggja þau gögn sem er að finna í flakinu en lögregla rannsakar nú slysið. „Bannið er sett til að tryggja að mikilvægum sönnunargögnum verði ekki raskað. Ákvörðun þessi jafngildir því að hald hafi verið lagt á flugvélarflakið á botni Þingvallavatns,“ segir í tilkynningunni. Til stóð að ná flakinu úr vatninu fyrr í mánuðinum en ákveðið var að hætta aðgerðum þar vegna íss sem lagði á vatninu. Aðstæður við vatnið voru síðan aftur skoðaðar í dag en vatnið er enn ísi lagt og ekki að vænta að það opnist á næstunni, að sögn lögreglu. „Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um að óviðkomandi hafi reynt að kafa að því en hins vegar er vitneskja um umræðu um slíkt meðal einhverra sem mögulega hafa hvorki þekkingu, búnað eða reynslu til að fást við köfun við jafn krefjandi aðstæður á því dýpi sem hér um ræðir,“ segir í tilkynningunni. Aðstæður við vatnið voru skoðaðar í dag en það er enn ísi lagt.Mynd/Lögreglan á Suðurlandi Flugslys við Þingvallavatn Lögreglan Þingvellir Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10 Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27 Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallarvatn í byrjun febrúar, flugmaður og þrír farþegar, og fundust lík þeirra þann 6. febrúar síðastliðinn eftir umfangsmikla leit. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er bannið sett á til að tryggja þau gögn sem er að finna í flakinu en lögregla rannsakar nú slysið. „Bannið er sett til að tryggja að mikilvægum sönnunargögnum verði ekki raskað. Ákvörðun þessi jafngildir því að hald hafi verið lagt á flugvélarflakið á botni Þingvallavatns,“ segir í tilkynningunni. Til stóð að ná flakinu úr vatninu fyrr í mánuðinum en ákveðið var að hætta aðgerðum þar vegna íss sem lagði á vatninu. Aðstæður við vatnið voru síðan aftur skoðaðar í dag en vatnið er enn ísi lagt og ekki að vænta að það opnist á næstunni, að sögn lögreglu. „Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um að óviðkomandi hafi reynt að kafa að því en hins vegar er vitneskja um umræðu um slíkt meðal einhverra sem mögulega hafa hvorki þekkingu, búnað eða reynslu til að fást við köfun við jafn krefjandi aðstæður á því dýpi sem hér um ræðir,“ segir í tilkynningunni. Aðstæður við vatnið voru skoðaðar í dag en það er enn ísi lagt.Mynd/Lögreglan á Suðurlandi
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglan Þingvellir Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10 Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27 Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10
Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27
Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43