Þjóðleikhúsið frumsýnir stórsýninguna Framúrskarandi vinkona á Stóra sviðinu Þjóðleikhúsið 2. mars 2022 08:54 Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante sem naut gífurlega vinsælda. Þjóðleikhúsið frumsýnir Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 5. mars. Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante en bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið gefnar út um allan heim. Leikstjóri er Yaël Farber frá Suður-Afríku en hún er ein af eftirsóttari leikstjórum heimsins í dag. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk þeirra Lenù og Lilu, vinkvennanna tveggja sem vaxa úr grasi í harkalegu umhverfi í Napólí á 6. áratugnum. Framúrskarandi vinkona er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir. Alls taka 29 leikarar þátt í þessari mögnuðu stórsýningu, sem tekur um fjórar klukkustundir með tveimur hléum. Bækurnar sem leikverkið er byggt á hafa hrifið lesendur um allan heim og lifna nú við í uppsetningu hins margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber, en koma hennar hingað til lands er einstakur happafengur fyrir íslenskt leikhúslíf. Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk hinna skarpgreindu vinkvenna Lenù og Lilu sem alast upp í fátækrahverfi Napólíborgar um og upp úr miðri síðustu öld. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. Leikstjórinn sem treystir tilviljunum Þegar Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið væri ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólífjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Var algerlega heilluð. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ Klippa: Framúrskarandi vinkona Matur og leikhús – þriggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu og í hléum í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn Þjóðleikhúsið hefur nú stórbætt þjónustu við leikhúsgesti og býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja rétta kvöldverð sem gestir geta notið fyrir sýningu og í tveimur hléum. Gestum stendur til boða að koma snemma og gæða sér á ljúffengri súpu fyrir sýningu, Napólíplatta í fyrra hléi og eftirrétti í seinna hléi. Aðrar veitingar eru einnig í boði, en panta verður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Sýningin hefst kl. 19.00 en húsið opnar kl. 18.00 fyrir matargesti. Leikhús Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Framúrskarandi vinkona er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir. Alls taka 29 leikarar þátt í þessari mögnuðu stórsýningu, sem tekur um fjórar klukkustundir með tveimur hléum. Bækurnar sem leikverkið er byggt á hafa hrifið lesendur um allan heim og lifna nú við í uppsetningu hins margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber, en koma hennar hingað til lands er einstakur happafengur fyrir íslenskt leikhúslíf. Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk hinna skarpgreindu vinkvenna Lenù og Lilu sem alast upp í fátækrahverfi Napólíborgar um og upp úr miðri síðustu öld. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. Leikstjórinn sem treystir tilviljunum Þegar Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið væri ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólífjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Var algerlega heilluð. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ Klippa: Framúrskarandi vinkona Matur og leikhús – þriggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu og í hléum í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn Þjóðleikhúsið hefur nú stórbætt þjónustu við leikhúsgesti og býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja rétta kvöldverð sem gestir geta notið fyrir sýningu og í tveimur hléum. Gestum stendur til boða að koma snemma og gæða sér á ljúffengri súpu fyrir sýningu, Napólíplatta í fyrra hléi og eftirrétti í seinna hléi. Aðrar veitingar eru einnig í boði, en panta verður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Sýningin hefst kl. 19.00 en húsið opnar kl. 18.00 fyrir matargesti.
Leikhús Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist