Einar starfaði um 15 ára skeið sem framkvæmdastjóri breska matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Asíu en síðustu tvö ár hefur hann starfað sem forstjóri Gong Cha, sem framleiðir freyðite (e. bubble tea), í Ameríku og Evrópu.
Eigandi American Seafood Group, framtakssjóðurinn Bregal Partners, hefur reynt að selja sjávarútvegsfyrirtækið í um þrjú ár án árangurs en nýlega hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að fyrirtækið sé að undirbúa sig fyrir miklar yfirtökur í sjávarútvegi.
      Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.
      
    
 
             
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                 