Jordan myndbandið í Bulls-höllinni kveikti í stjörnu mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2022 12:31 Michael Jordan og Ja Morant. Jordan vann alla sex meistaratitla sína með Chicago Bulls áður en Morant fæddist. Samsett/Getty Chicago Bulls hugsar sig kannski aðeins betur um hvaða myndbönd þeir sýna í hléum á leikjum sínum. Þeir hefðu betur sleppt því í leiknum á móti Memphis Grizzlies um helgina. Tilþrifamyndbandið með Jordan kveikti nefnilega verulega í stærstu stjörnu mótherjanna sem fór á mikið flug eftir að hann sjá taktana með Jordan. Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma en auk þess að skila titlum, tölfræði og verðlaunum í hús þá var hann mikill tilþrifakarl. Hann er líka fyrirmynd margra leikmanna og það bættist örugglega ný kynslóð í hópinn þegar heimildarmyndin „The Last Dance“ var sýnd í miðjum kórónuveirufaraldri og þegar enginn körfubolti var í gangi í heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Ja Morant er ein af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í dag en hann fæddist ekki fyrr en í ágúst 1999 eða rúmu ári eftir að Jordan vann sinn sjötta og síðasta titil með Chicago Bulls. Morant er á þriðja tímabili með Memphis Grizzlies en hefur tekið mikið stökk á þessu tímabili þar sem hann er með 27,1 stig að meðaltali í leik eftir að hafa skorað 17,8 og 19,1 stig í leik á fyrstu tímabilunum sínum. Í umræddum leik þá var Morant kominn með sextán stig í hálfleik sem er alls ekki slæmt en þá sá hann myndbandið góða. „Ég sá Michael Jordan myndbandið sem þeir sýndu í leikhléinu og það kom mér í gang,“ sagði Ja Morant. Hann skoraði alls 30 stig í seinni hálfleiknum þar sem hann hitti úr 8 af 14 skotum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Memphis Grizzlies endaði á því að vinna leikinn með sex stigum en lykillinn að því var þriðji leikhlutinn þar sem Morant skoraði tuttugu stig eftir að hafa hitt úr sex af sjö skotum sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2sIJonUHa8">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Tilþrifamyndbandið með Jordan kveikti nefnilega verulega í stærstu stjörnu mótherjanna sem fór á mikið flug eftir að hann sjá taktana með Jordan. Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma en auk þess að skila titlum, tölfræði og verðlaunum í hús þá var hann mikill tilþrifakarl. Hann er líka fyrirmynd margra leikmanna og það bættist örugglega ný kynslóð í hópinn þegar heimildarmyndin „The Last Dance“ var sýnd í miðjum kórónuveirufaraldri og þegar enginn körfubolti var í gangi í heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Ja Morant er ein af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í dag en hann fæddist ekki fyrr en í ágúst 1999 eða rúmu ári eftir að Jordan vann sinn sjötta og síðasta titil með Chicago Bulls. Morant er á þriðja tímabili með Memphis Grizzlies en hefur tekið mikið stökk á þessu tímabili þar sem hann er með 27,1 stig að meðaltali í leik eftir að hafa skorað 17,8 og 19,1 stig í leik á fyrstu tímabilunum sínum. Í umræddum leik þá var Morant kominn með sextán stig í hálfleik sem er alls ekki slæmt en þá sá hann myndbandið góða. „Ég sá Michael Jordan myndbandið sem þeir sýndu í leikhléinu og það kom mér í gang,“ sagði Ja Morant. Hann skoraði alls 30 stig í seinni hálfleiknum þar sem hann hitti úr 8 af 14 skotum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Memphis Grizzlies endaði á því að vinna leikinn með sex stigum en lykillinn að því var þriðji leikhlutinn þar sem Morant skoraði tuttugu stig eftir að hafa hitt úr sex af sjö skotum sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2sIJonUHa8">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira