Mögnuð endurkoma Dallas í lokaleikhlutanum | Vandræði Lakers halda áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:28 Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins í endurkomusigri Dallas Mavericks í nótt. AP Photo/Marcio Jose Sanchez NBA-deildin í körfubolta bauð upp á átta leiki í nótt. Þar á meðal vann Dallas Mavericks magnaðan endurkomusigur gegn Golden State Warriors, 107-101, eftir að hafa verið 19 stigum undir í fjórða leikhluta, og vandræði Los Angeles Lakers halda áfram eftir 28 stiga tap gegn New Orleans Pelicans, 123-95. Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira