Tuchel hélt uppi vörnum fyrir Kepa Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Skiptingin umdeilda. vísir/Getty Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir það hafa verið rétta ákvörðun að skipta Kepa Arrizabalaga inn fyrir Edouard Mendy í lok framlengingar í úrslitaleik Liverpool og Chelsea í gær. Mendy hafði átt frábæran leik á milli stanganna en Tuchel segir alla hjá Chelsea meðvitaða um að Kepa sé þeirra besti maður þegar kemur að því að verjast vítaspyrnum. „Við höfum gert þetta áður með Kepa. Hann er aðeins betri í því að verja vítaspyrnur og þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ segir Tuchel. Kepa náði hins vegar ekki að verja eina einustu spyrnu Liverpool manna og fór að lokum svo að hann þurfti sjálfur að fara á vítapunktinn eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk. Þar brást honum bogalistin og titillinn því Liverpool manna. „Það er óvenjulegt að allir ellefu leikmennirnir þurfi að taka víti. Hann var of fljótur á sér. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Tuchel um vítaspyrnu Kepa. „Það er hart að kenna honum um og þó við finnum til með honum þá er tapið ekki honum að kenna. Við tókum þessa ákvörðun. Sömu ákvörðun og við tókum síðast þegar við fórum í vítaspyrnukeppni því Kepa æfir sig í að verja vítaspyrnur daglega og við vitum hve góður hann er í því.“ „Hann hefur einfaldlega meiri tíma en Edou (Edouard Mendy) á æfingasvæðinu því Edou spilar miklu meira,“ sagði Tuchel og var mikið í mun að verja ákvörðun sína. „Það vita allir í liðinu hve góður Kepa er í að verja víti. Það á líka sinn þátt í hve góðar spyrnurnar okkar voru. Því miður náði hann engri vörslu því vítin þeirra voru stórkostleg,“ segir Tuchel. To fall and rise.Disappointed after big effort during the tournament. We keep working.Thanks @chelseafc family for your support. pic.twitter.com/yu2FkZlG4h— Kepa Arrizabalaga (@kepa_46) February 27, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir „Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Mendy hafði átt frábæran leik á milli stanganna en Tuchel segir alla hjá Chelsea meðvitaða um að Kepa sé þeirra besti maður þegar kemur að því að verjast vítaspyrnum. „Við höfum gert þetta áður með Kepa. Hann er aðeins betri í því að verja vítaspyrnur og þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ segir Tuchel. Kepa náði hins vegar ekki að verja eina einustu spyrnu Liverpool manna og fór að lokum svo að hann þurfti sjálfur að fara á vítapunktinn eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk. Þar brást honum bogalistin og titillinn því Liverpool manna. „Það er óvenjulegt að allir ellefu leikmennirnir þurfi að taka víti. Hann var of fljótur á sér. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Tuchel um vítaspyrnu Kepa. „Það er hart að kenna honum um og þó við finnum til með honum þá er tapið ekki honum að kenna. Við tókum þessa ákvörðun. Sömu ákvörðun og við tókum síðast þegar við fórum í vítaspyrnukeppni því Kepa æfir sig í að verja vítaspyrnur daglega og við vitum hve góður hann er í því.“ „Hann hefur einfaldlega meiri tíma en Edou (Edouard Mendy) á æfingasvæðinu því Edou spilar miklu meira,“ sagði Tuchel og var mikið í mun að verja ákvörðun sína. „Það vita allir í liðinu hve góður Kepa er í að verja víti. Það á líka sinn þátt í hve góðar spyrnurnar okkar voru. Því miður náði hann engri vörslu því vítin þeirra voru stórkostleg,“ segir Tuchel. To fall and rise.Disappointed after big effort during the tournament. We keep working.Thanks @chelseafc family for your support. pic.twitter.com/yu2FkZlG4h— Kepa Arrizabalaga (@kepa_46) February 27, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir „Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42 Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
„Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. 27. febrúar 2022 20:42
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32