Telur nýjasta útspil Pútíns sýna leikaraskap og örvæntingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2022 19:03 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að nýjasta útspil Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, að skipa kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu, endurspegla leikaraskap og örvæntingu af hálfu Pútíns. Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“
„Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Sjá meira