Fælingarvopn er flokkur vopna sem kjarnorkuvopn, efnavopn og annars konar gereyðingarvopn falla undir. Rússneska TASS fréttastofan greinir frá skipuninni sem er sögð hafa komið fram á fundi Pútín með varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu og Valery Gerasimov, starfsmannastjóra rússneska hersins.
#UPDATE Russian President Vladimir Putin has ordered his defence chiefs to put the country's "deterrence forces" on high alert as he accused Western countries of taking "unfriendly" steps against his country amid Moscow's invasion of #Ukraine pic.twitter.com/3LYcXLmAbJ
— AFP News Agency (@AFP) February 27, 2022
„Hátt settir ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins leyfa sér að gefa út óvægnar yfirlýsingar um land okkar og þess vegna skipa ég varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra að færa fælingarvopn rússneska hersins á sérstakt viðbúnaðarstig,“ hefur The Guardian eftir Pútín og vísar í frétt TASS.
Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc
— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022
Að sögn The Guardian er ekki á hreinu hvað áðurnefnt viðbúnaðarstig felur nákvæmlega í sér. Pútín hefur áður varað vesturveldin við því að hafa afskipti af átökunum í Úkraínu og sagt að slíkar aðgerðir myndu leiða til „afleiðinga sem þau hafi aldrei áður séð.“
Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í málum er varða kjarnorkuvopn Rússa, skrifar á Twitter að þau ummæli hafi verið greinileg hótun um beitingu kjarnorkuvopna.
From one of the top experts on Russia's nuclear deterrent https://t.co/bOQ8p8wPgy
— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022
Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.