Eriksen: „Að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:31 Christian Eriksen í leiknum gegn Newcastle í gær (Photo by Marc Atkins/Getty Images) Getty Images Christian Eriksen snéri aftur á völlinn í gær, 259 dögum eftir að danski landsliðsmaðurinn dó á fótboltavellinum í Parken í Kaupmannahöfn í landsleik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford. Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira
Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford.
Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira