Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 20:01 Bílalest Rússa á Krímskaga. Vísir/AP Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira