Kyssti KA-merkið og Arnar og sannfærði sérfræðingana um breytta tíma Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 16:00 Jón Heiðar Sigurðsson fagnaði því vel þegar hann sótti vítakast og tvær mínútur á Eyjamenn í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er herra KA,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni og birti myndskeið af ástríðufullum Jóni Heiðari Sigurðssyni í jafntefli KA við ÍBV í Olís-deildinni í handbolta í gærkvöld. Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03