Kyssti KA-merkið og Arnar og sannfærði sérfræðingana um breytta tíma Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 16:00 Jón Heiðar Sigurðsson fagnaði því vel þegar hann sótti vítakast og tvær mínútur á Eyjamenn í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er herra KA,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni og birti myndskeið af ástríðufullum Jóni Heiðari Sigurðssyni í jafntefli KA við ÍBV í Olís-deildinni í handbolta í gærkvöld. Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03