Shaq gaf ellefu manna fjölskyldu tvo bíla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 13:30 Shaquille O'Neal er vinsæll ekki bara af því að hann var frábær leikmaður og er mjög skemmtilegur maður. Hann er líka með hjartað á réttum stað. AP/Mark Von Holden Bandaríska körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal er þekktur fyrir manngæsku sína og rausnarskap og enn eitt dæmi um það er nú komið fram í dagsljósið. Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids) NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids)
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti