„Sýnir okkur kannski að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 19:24 Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi málefni Úkraínu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Skjáskot Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor segir að atburðirnir í Úkraínu sé heimssögulegur viðburður en að Vesturlönd hafi nánast sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira