Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 14:10 Aron Arngrímsson hefur verið með annan fótinn í Úkraínu undanfarin ár enda fyrirtæki hans starfrækt þaðan. Hann hefur nú flutt allar eignir fyrirtækisins úr landi. Facebook Aron Arngrímsson, íslenskur kafari og atvinnurekandi sem hefur stundað rekstur í Úkraínu undanfarin ár, vann sleitulaust að því undanfarna viku að færa allar eignir fyrirtækis síns úr landi og í bandarískan banka. Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent