Menning

Elísa­bet og Steinar Bragi til­nefnd til bók­mennta­verð­launa Norður­landa­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi.
Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi. Forlagið

Rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða hafhent í Helsinki í Finnlandi 1. nóvember. Elísabet er tilnefnd fyrir Aprílsólarkulda og Steinar Bragi fyrir Truflunina. 

Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að ást, vald og það að vera utangarðs séu á meðal gegnumgangandi stefja í þeim norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru að þessu sinni. 

„Hin sterku bókmenntaverk sem tilnefnd eru í ár einkennast meðal annars af munúð, auk þess sem leyndardómar lostans eru gerðir áþreifanlegir með sögulegri og ljóðrænni nálgun og í lokuðum rýmum. Á meðal viðfangsefna höfundanna tilnefndu eru lífsmynstur í takt við náttúruna, tímaferðalög og fólk sem lifir í einsemd. Bæði í prósa og ofsafenginni ljóðlist. Einnig er fjallað um sársauka norðurslóða og sérstakar landfræðipólitískar kringumstæður, auk breytilegra skilyrða lífsins sem tekið geta á sig óvæntar myndir, sársaukafullar og lágstemmdar,“ segir í tilkynningunni. 

Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár:

Danmörk

  • Om udregning af rumfang (I, II og III) eftir Solvej Balle. Skáldsaga. 
  • Adam i Paradis eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Skáldsaga. 

Finnland

  • Eunukki eftir Kristinu Carlson. Skáldsaga. Skáldsaga, Otava, 2020.
  • Röda rummet eftir Kaj Korkea-aho. Skáldsaga. Förlaget M, 2021.

Færeyjar

  • Sólgarðurin eftir Beini Bergsson. Ljóðabók. Forlagið Eksil, 2021.

Grænland

  • Arkhticós Dolorôs eftir Jessie Kleemann. Ljóðabók. Forlaget Arena, 2021.

Ísland

  • Truflunin eftir Steinar Braga. Skáldsaga. Forlagið, 2020.
  • Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Skáldsaga. Forlagið, 2020.

Noregur

  • Dette er G eftir Inghill Johansen. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021.
  • Jente, 1983 eftir Linn Ullmann. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021.

Samíska málsvæðið

  • Beaivváš mánát eftir Mary Ailonieida Sombán Mari. Ljóðabók. 

Svíþjóð

  • Löpa varg eftir Kerstin Ekman. Skáldsaga. Albert Bonniers Förlag, 2021.
  • Den dagen den sorgen eftir Jesper Larsson. Skáldsaga. Nirstedt/litteratur, 2021…

Álandseyjar

  • Hem eftir Karin Erlandsson. Skáldsaga. Schildts & Söderströms og Bokförlaget F…

Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta verður í sextugasta sinn sem verðlaunin verða afhent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×