Elvar Már: Þeir vildu ekki selja mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 12:30 Elvar Már Friðriksson hefur tekið mörg skref á síðustu árum og er núna farinn að vekja athygli hjá stórliðum Evrópu. Stöð2 Sport Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á síðasta ári og hann verður eldlínunni í kvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM 2023. Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira