Elvar Már: Þeir vildu ekki selja mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 12:30 Elvar Már Friðriksson hefur tekið mörg skref á síðustu árum og er núna farinn að vekja athygli hjá stórliðum Evrópu. Stöð2 Sport Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á síðasta ári og hann verður eldlínunni í kvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM 2023. Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira