„Þetta er stríð“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 07:22 Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir daginn í dag sorgardag. Getty/Jeff J Mitchell Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. „Þetta er stríð. Ef við hérna í New York getum ekki munað hvað stríð er skulum við fara á bóksafn og fletta upp myndum af stríði. Stríð þýðir að þúsundir verða drepin ef ekki milljónir. Það sem ég vil frá alþjóðsamfélaginu er samfélag sem kemur saman og ver þjóðir heims gegn ofbeldi Rússneska sambandsríkisins,“sagði Sergiy Kyslytsaya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi í morgun. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir morguninn þann sorglegasta á tíð sinni í embætti. „Ég hóf fund Öryggisráðsins með því að ávarpa Pútín forseta og sagði honum, frá mínum dýpstu hjartarótum, að stöðva hersveitir sínar í Úkraínu. Gefðu frið möguleika vegna þess að of margir hafa dáið nú þegar,“ sgaði Guterres. Klippa: Þetta er klikkun „Pútín forseti, í nafni mannúðar, kallaðu hersveitir þínar aftur til Rússlands. Í nafni mannúðar ekki leyfa versta stríði þessarar aldar í Evrópu að hefjast.“ Eftir að fundinum lauk var Kyslytsaya spurður af blaðamanni hvort hann tryði yfirlýsingu sendiherra Rússlands hjá SÞ að árásin væri gegn yfirvöldum en ekki gegn úkraínsku þjóðinni. „Þér getur ekki verið alvarlega. Er þér alvara? Viltu að ég rýni í þessa bilun sem fram kemur í máli manneskju hvers forseti brýtur alþjóðalög, hvers forseti lýsir yfir stríði? Viltu að ég leggi mat á þessa yfirlýsingu? Þetta er klukkun. Klikkun. Algjörlega,“ svaraði Kyslytsaya. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur þá fordæmt árás Rússa á Úkraínu og segir árásina leggja almenna borgara í hættu. Innrásin sé brot á alþjóðalögum og leggi öryggi Evrópu í hættu. I strongly condemn #Russia’s reckless attack on #Ukraine, which puts at risk countless civilian lives. This is a grave breach of international law & a serious threat to Euro-Atlantic security. #NATO Allies will meet to address Russia’s renewed aggression. https://t.co/FPpyuzmUXD— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 24, 2022 Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 „Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Þetta er stríð. Ef við hérna í New York getum ekki munað hvað stríð er skulum við fara á bóksafn og fletta upp myndum af stríði. Stríð þýðir að þúsundir verða drepin ef ekki milljónir. Það sem ég vil frá alþjóðsamfélaginu er samfélag sem kemur saman og ver þjóðir heims gegn ofbeldi Rússneska sambandsríkisins,“sagði Sergiy Kyslytsaya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi í morgun. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir morguninn þann sorglegasta á tíð sinni í embætti. „Ég hóf fund Öryggisráðsins með því að ávarpa Pútín forseta og sagði honum, frá mínum dýpstu hjartarótum, að stöðva hersveitir sínar í Úkraínu. Gefðu frið möguleika vegna þess að of margir hafa dáið nú þegar,“ sgaði Guterres. Klippa: Þetta er klikkun „Pútín forseti, í nafni mannúðar, kallaðu hersveitir þínar aftur til Rússlands. Í nafni mannúðar ekki leyfa versta stríði þessarar aldar í Evrópu að hefjast.“ Eftir að fundinum lauk var Kyslytsaya spurður af blaðamanni hvort hann tryði yfirlýsingu sendiherra Rússlands hjá SÞ að árásin væri gegn yfirvöldum en ekki gegn úkraínsku þjóðinni. „Þér getur ekki verið alvarlega. Er þér alvara? Viltu að ég rýni í þessa bilun sem fram kemur í máli manneskju hvers forseti brýtur alþjóðalög, hvers forseti lýsir yfir stríði? Viltu að ég leggi mat á þessa yfirlýsingu? Þetta er klukkun. Klikkun. Algjörlega,“ svaraði Kyslytsaya. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur þá fordæmt árás Rússa á Úkraínu og segir árásina leggja almenna borgara í hættu. Innrásin sé brot á alþjóðalögum og leggi öryggi Evrópu í hættu. I strongly condemn #Russia’s reckless attack on #Ukraine, which puts at risk countless civilian lives. This is a grave breach of international law & a serious threat to Euro-Atlantic security. #NATO Allies will meet to address Russia’s renewed aggression. https://t.co/FPpyuzmUXD— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 24, 2022
Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 „Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23
„Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27