Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:38 Sandra Sigurðardóttir svekkir sig í leiknum í nótt á meðan þær bandarísku fagna marki. AP/Jeffrey McWhorter Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. „Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20