Aðskilnaðarsinnar biðja Rússa um hernaðaraðstoð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:31 AP/Evgeniy Maloletka Aðskilnaðarsinnar í héruðunum Doetsk og Luhansk í Úkraínu hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi til að bregðast við ágangi Úkraínumanna. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni Kreml. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn. Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn.
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21
Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01