Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 08:53 Willum Þór Þórsson hyggst tilkynna afléttingar í síðasta lagi á föstudag. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. „Mér ber skylda samkvæmt sóttvarnalögum að horfa til samfélagslegra þátta: Félagslegra og efnahagslegra. Eftir því sem útbreiðslan verður meiri rofnar þetta samhengi milli samkomutakmarkana og þess að hefta útbreiðslu veirunnar,“ sagði Willum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að ríkisstjórn muni funda í dag um stöðuna. Hann segir að framan af hafi það sýnt sig að rökrétt hafi verið að aflétta í skrefum, sérstaklega þegar horft er til heilbrigðiskerfisins. Erfitt sé þó að sjá nú hverju sóttvarnaaðgerðir skili. „Nú erum við búin að létta allverulega og þegar útbreiðslan er orðin þetta mikil þá er mjög erfitt að sjá hvað samkomutakmarkanir, hverju þær skila. Við höfum haldið í grímuskyldu og nándarreglu og við getum auðvitað áfram, og þurfum áfram, að fara varlega í kringum viðkvæmari hópa og heilbrigðisstofnanir og passa upp á okkur,“ segir Willum. Hjarðónæmi ekki langt undan Staðan sé þó líklega orðin þannig að hjarðónæmi sé á næsta leiti. Í dag hafa rúmlega 112 þúsund landsmenn greinst smitaðir af veirunni en ef marka má nýlega mótefnarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar hafa tvöfalt fleiri smitast af veirunni, það er minnst 220 þúsund manns. „Mér sýnist vera farið að hægja aðeins á þessu aftur samkvæmt greiningunum en það má alveg búast við því að næstu tvær til þrjár vikur verði erfiðar og það verður álag á heilbrigðisstofnunum áfram. Það er búið að vera allan tímann og má segja í gegn um þessi tvö ár,“ segir Willum. Hann hafi þó áhyggjur af því hvaða áhrif afléttingar muni hafa á heilbrigðisstofnanir. „Vissulega hef ég áhyggjur af því og viðurkenni að þetta birtist fyrst og fremst í því að starfsfólk í heilbrigðiskerfinu, bæði á sjúkrastofnunum, spítalanum og hjúkrunarheimilum, er að veikjast og er frá vegna vinnu og þá eykst álag á þá sem eru að sinna þessu.“ Vonar að ferðaþjónustan taki við sér og krónan styrkist Hann segir að þegar hann tali um allsherjar afléttingar eigi hann líka við landamærin. Á þessari stundu greinist innan við tíu prósent allra þeirra, sem greinast smitaðir, á landamærunum og samkvæmt tillögum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sé það ekki ástæða til að hafa takmarkanir á landamærum. „Við sjáum til dæmis að Norðmenn hafa aflétt öllum takmörkunum á landamærum. Það dregur úr þessu flækjustigi, sem er alltaf dálítil hindrun, til að mynda þegar ferðamenn eru að ákveða að bóka og ferðast og ég held að það verði líka ánægjuefni fyrir ferðaþjónustuna okkar og efnahaginn,“ segir Willum. „Ég tala nú ekki um að það væri nú til þess fallið, ef við fáum svolítið af ferðamönnum hingað í sumar, þá myndi krónan styrkjast aðeins og það myndi vinna gegn þessari innfluttu verðbólgu.“ Hann segir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni hafa skilað sér minnisblaði með tillögum um afléttingar. Næst sé að fá stöðumat hjá landlækni um stöðuna á heilbrigðisstofnunum og svo að kalla saman ríkisstjórnina. „Nú þurfum við að breyta aðeins nálguninni í þessu, við auðvitað þurfum að halda áfram með Covid-göngudeildina og umönnun þeirra sem á innlögn þurfa að halda og við þurfum að tryggja það að fólk geti prófað sig og skráð þetta allt saman hjá sóttvarnalækni en að öðru leiti léttum við á þessum takmörkunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00 Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. 21. febrúar 2022 20:00 Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Mér ber skylda samkvæmt sóttvarnalögum að horfa til samfélagslegra þátta: Félagslegra og efnahagslegra. Eftir því sem útbreiðslan verður meiri rofnar þetta samhengi milli samkomutakmarkana og þess að hefta útbreiðslu veirunnar,“ sagði Willum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að ríkisstjórn muni funda í dag um stöðuna. Hann segir að framan af hafi það sýnt sig að rökrétt hafi verið að aflétta í skrefum, sérstaklega þegar horft er til heilbrigðiskerfisins. Erfitt sé þó að sjá nú hverju sóttvarnaaðgerðir skili. „Nú erum við búin að létta allverulega og þegar útbreiðslan er orðin þetta mikil þá er mjög erfitt að sjá hvað samkomutakmarkanir, hverju þær skila. Við höfum haldið í grímuskyldu og nándarreglu og við getum auðvitað áfram, og þurfum áfram, að fara varlega í kringum viðkvæmari hópa og heilbrigðisstofnanir og passa upp á okkur,“ segir Willum. Hjarðónæmi ekki langt undan Staðan sé þó líklega orðin þannig að hjarðónæmi sé á næsta leiti. Í dag hafa rúmlega 112 þúsund landsmenn greinst smitaðir af veirunni en ef marka má nýlega mótefnarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar hafa tvöfalt fleiri smitast af veirunni, það er minnst 220 þúsund manns. „Mér sýnist vera farið að hægja aðeins á þessu aftur samkvæmt greiningunum en það má alveg búast við því að næstu tvær til þrjár vikur verði erfiðar og það verður álag á heilbrigðisstofnunum áfram. Það er búið að vera allan tímann og má segja í gegn um þessi tvö ár,“ segir Willum. Hann hafi þó áhyggjur af því hvaða áhrif afléttingar muni hafa á heilbrigðisstofnanir. „Vissulega hef ég áhyggjur af því og viðurkenni að þetta birtist fyrst og fremst í því að starfsfólk í heilbrigðiskerfinu, bæði á sjúkrastofnunum, spítalanum og hjúkrunarheimilum, er að veikjast og er frá vegna vinnu og þá eykst álag á þá sem eru að sinna þessu.“ Vonar að ferðaþjónustan taki við sér og krónan styrkist Hann segir að þegar hann tali um allsherjar afléttingar eigi hann líka við landamærin. Á þessari stundu greinist innan við tíu prósent allra þeirra, sem greinast smitaðir, á landamærunum og samkvæmt tillögum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sé það ekki ástæða til að hafa takmarkanir á landamærum. „Við sjáum til dæmis að Norðmenn hafa aflétt öllum takmörkunum á landamærum. Það dregur úr þessu flækjustigi, sem er alltaf dálítil hindrun, til að mynda þegar ferðamenn eru að ákveða að bóka og ferðast og ég held að það verði líka ánægjuefni fyrir ferðaþjónustuna okkar og efnahaginn,“ segir Willum. „Ég tala nú ekki um að það væri nú til þess fallið, ef við fáum svolítið af ferðamönnum hingað í sumar, þá myndi krónan styrkjast aðeins og það myndi vinna gegn þessari innfluttu verðbólgu.“ Hann segir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni hafa skilað sér minnisblaði með tillögum um afléttingar. Næst sé að fá stöðumat hjá landlækni um stöðuna á heilbrigðisstofnunum og svo að kalla saman ríkisstjórnina. „Nú þurfum við að breyta aðeins nálguninni í þessu, við auðvitað þurfum að halda áfram með Covid-göngudeildina og umönnun þeirra sem á innlögn þurfa að halda og við þurfum að tryggja það að fólk geti prófað sig og skráð þetta allt saman hjá sóttvarnalækni en að öðru leiti léttum við á þessum takmörkunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00 Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. 21. febrúar 2022 20:00 Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. 22. febrúar 2022 21:00
Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. 21. febrúar 2022 20:00
Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22. febrúar 2022 14:13