Söngvarinn Mark Lanegan er látinn Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2022 07:27 Mark Lanegan á tónleikum í Lille í Frakklandi árið 2019. Getty Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri. Greint var frá því á Twitter-síðu söngvarans að hann hafi látist á heimili sínu í Killarney á Írlandi. Á ferli sínum starfaði Lanegan með tónlistarmönnum á borð við Kurt Cobain, PJ Harvey, Isobel Campbell og Moby. Lanegan var inniliggjandi á sjúkrahúsi um margra mánaða skeið eftir að hafa fengið Covid-19 og var um tíma haldið sofandi í öndunarvél. Ekki hafa þó verið gefnar upp upplýsingar um hvað hafi dregið Lanegan til dauða. Our beloved friend Mark Lanegan passed away this morning at his home in Killarney, Ireland. A beloved singer, songwriter, author and musician he was 57 and is survived by his wife Shelley. No other information is available at this time. We ask Please respect the family privacy— mark lanegan (@marklanegan) February 22, 2022 Lanegan fæddist í Washington-ríki árið 1964 og gekk til liðs við Screaming Trees á níunda áratugnum. Sveitin gaf út átta breiðskífur áður en hún hætti störfum um aldamótin. Hann gekk svo til liðs við Queens of the Stone Age árið 2000 þar sem hann söng og skrifaði nokkur lög á plötunni Rated R og sömuleiðis plötunni Songs for the Deaf. Árið 2020 gaf hann út æviminningar sínar, Sing Backwards and Weep, þar sem hann fjallaði um ævintýralegt lífslaup sitt og vináttu við menn á borð við Nirvana-söngvarann Kurt Cobain og Alice in Chains-söngvarann Layne Staley. Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Greint var frá því á Twitter-síðu söngvarans að hann hafi látist á heimili sínu í Killarney á Írlandi. Á ferli sínum starfaði Lanegan með tónlistarmönnum á borð við Kurt Cobain, PJ Harvey, Isobel Campbell og Moby. Lanegan var inniliggjandi á sjúkrahúsi um margra mánaða skeið eftir að hafa fengið Covid-19 og var um tíma haldið sofandi í öndunarvél. Ekki hafa þó verið gefnar upp upplýsingar um hvað hafi dregið Lanegan til dauða. Our beloved friend Mark Lanegan passed away this morning at his home in Killarney, Ireland. A beloved singer, songwriter, author and musician he was 57 and is survived by his wife Shelley. No other information is available at this time. We ask Please respect the family privacy— mark lanegan (@marklanegan) February 22, 2022 Lanegan fæddist í Washington-ríki árið 1964 og gekk til liðs við Screaming Trees á níunda áratugnum. Sveitin gaf út átta breiðskífur áður en hún hætti störfum um aldamótin. Hann gekk svo til liðs við Queens of the Stone Age árið 2000 þar sem hann söng og skrifaði nokkur lög á plötunni Rated R og sömuleiðis plötunni Songs for the Deaf. Árið 2020 gaf hann út æviminningar sínar, Sing Backwards and Weep, þar sem hann fjallaði um ævintýralegt lífslaup sitt og vináttu við menn á borð við Nirvana-söngvarann Kurt Cobain og Alice in Chains-söngvarann Layne Staley.
Bandaríkin Andlát Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira