Tuchel: Þurftum að þjást en gáfum aldrei færi á okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Thomas Tuchel segir að sigur sinna manna í kvöld hafi verið verðskuldaður. EPA-EFE/VICKIE FLORES Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var eðlilega ánægður með sigur sinna mann gegn Lille í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að þrátt fyrir erfiðan leik hafi sigurinn verið verðskuldaður. „Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
„Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira